Stór jarðskjálfti í Afganistan Samúel karl Ólason skrifar 26. október 2015 09:52 Fólk í Indlandi yfirgaf heimili sín og vinnustaði til að vera undir berum himni. Vísir/AFP Stór jarðskjálfti fannst í Asíu í morgun. Hann er sagður hafa verið 7,5 stig og miðja skjálftans er talin hafa verið í Hindu Kush fjöllunum í Afganistan. Hús í Islamabad í Pakistan eru sögð hafa nötrað í um tvær mínútur. Íbúar á stóru svæði Asíu yfirgáfu hús sín og vinnustaði til þess að komast undir beran himinn. Skjálftinn fannst á stóru svæði í Afganistan, Indlandi og Pakistan. Vitað er að fjórir hafi látið lífið í norðurhluta Pakistan. Þar að auki þykir líklegt að jarðskjálftinn hafi valdið skriðum. Svæðið þar sem skjálftinn varð er mjög dreifbýlt. Í fyrstu var skjálftinn talinn hafa verið 7,7 stig en það hefur nú verið fært niður í 7,5. Hann varð á rúmlega 200 kílómetra dýpi samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.AP fréttaveitan segir að símar virki ekki og að víða sé rafmagnslaust í Afganistan. Þó hafi borist fregnir af mannfalli frá því svæði þar sem miðja skjálftans var. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segist hafa fyrirskipað að tjón verði kannað eins fljótt og auðið er.I have asked for an urgent assessment and we stand ready for assistance where required, including Afghanistan & Pakistan.— Narendra Modi (@narendramodi) October 26, 2015 Þar að auki hefur hann sagt að Indverjar séu tilbúnir til að aðstoða bæði Afganistan og Pakistan. Stórir skjálftar eru algengir á svæðinu þar sem Indlandsflekinn er á leið inn í Asíuflekann. Árið 2005 létu rúmlega 75 þúsund manns lífið í jarðskjálfta í Kasmir og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund mann sí jarðskjálfta í Nepal. Tæplega milljón heimili skemmdust eða eyðilögðust í þeim jarðskjálfta. Sérfræðingar segja heppilegt að miðja skjálftans sé á eins miklu dýpi og raunin sé. Upplýsingar um tjón og mannfall munu taka langan tíma að berast til yfirvalda og fjölmiðla, þar sem svæðið er erfitt yfirferðar og mörg einöngruð þorp eru þar. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Stór jarðskjálfti fannst í Asíu í morgun. Hann er sagður hafa verið 7,5 stig og miðja skjálftans er talin hafa verið í Hindu Kush fjöllunum í Afganistan. Hús í Islamabad í Pakistan eru sögð hafa nötrað í um tvær mínútur. Íbúar á stóru svæði Asíu yfirgáfu hús sín og vinnustaði til þess að komast undir beran himinn. Skjálftinn fannst á stóru svæði í Afganistan, Indlandi og Pakistan. Vitað er að fjórir hafi látið lífið í norðurhluta Pakistan. Þar að auki þykir líklegt að jarðskjálftinn hafi valdið skriðum. Svæðið þar sem skjálftinn varð er mjög dreifbýlt. Í fyrstu var skjálftinn talinn hafa verið 7,7 stig en það hefur nú verið fært niður í 7,5. Hann varð á rúmlega 200 kílómetra dýpi samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.AP fréttaveitan segir að símar virki ekki og að víða sé rafmagnslaust í Afganistan. Þó hafi borist fregnir af mannfalli frá því svæði þar sem miðja skjálftans var. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segist hafa fyrirskipað að tjón verði kannað eins fljótt og auðið er.I have asked for an urgent assessment and we stand ready for assistance where required, including Afghanistan & Pakistan.— Narendra Modi (@narendramodi) October 26, 2015 Þar að auki hefur hann sagt að Indverjar séu tilbúnir til að aðstoða bæði Afganistan og Pakistan. Stórir skjálftar eru algengir á svæðinu þar sem Indlandsflekinn er á leið inn í Asíuflekann. Árið 2005 létu rúmlega 75 þúsund manns lífið í jarðskjálfta í Kasmir og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund mann sí jarðskjálfta í Nepal. Tæplega milljón heimili skemmdust eða eyðilögðust í þeim jarðskjálfta. Sérfræðingar segja heppilegt að miðja skjálftans sé á eins miklu dýpi og raunin sé. Upplýsingar um tjón og mannfall munu taka langan tíma að berast til yfirvalda og fjölmiðla, þar sem svæðið er erfitt yfirferðar og mörg einöngruð þorp eru þar.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira