Tuttugustu og önnur evrópsku MTV tónlistarverðlaunin fóru fram í Mílanóborg í gærkvöldi og fór mikið fyrir Íslandsvininum Justin Bieber.
Ed Sheeran og ofurfyrirsætan Ruby Rose voru kynnar kvöldsins og þóttu þau standa sig vel.
Taylor Swift var tilnefnd til níu verðlauna og var henni spáð góðu gengi fyrir hátíðina. Það var aftur á móti Justin Bieber sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og fór heim með sex verðlaun. Swift fékk aðeins tvenn verðlaun.
Hér má sá upplýsingar um alla sigurvegara kvöldsins
Bieber fór heim með sex verðlaun á MTV-verðlaununum - Sjáðu alla sigurvegarana
