Þegar rökin skortir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. október 2015 07:00 Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun