Sögðu slæmt veður nyrðra en athuguðu það ekki Sveinn Arnarsson skrifar 26. október 2015 17:58 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs. Fréttir af flugi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs.
Fréttir af flugi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira