Hermenn í borginni gætu því orðið skotfæralausir komist birgðaflutningar ekki til þeirra.
Undanfarnar vikur hefur herinn reynt að reka uppreisnarmenn og vígahópa frá Aleppo, en sú aðgerð er nú í hættu. Um helgina réðst bandalag andstæðinga Assad, sem leitt er af al-Nusra Front, armi al-Qaeda í Sýrlandi, gegn flutningaleiðum hersins til Aleppo úr vestri og ISIS réðst á veginn úr austri. Vígamönnum ISIS tókst að leggja stóran hluta leiðarinnar undir sig.
Eins og áður gerðu ISIS sjálfsmorðsárásir á stöður hersins og fylgdu þeim eftir með árás vígamanna. Þessari aðferð hafa samtökin beitt margsinnis bæði í Sýrlandi og í Írak.
#Syria #Map Strategic Hama - Aleppo loyalist supply road cut by simultaneous attacks from Rebels and IS pic.twitter.com/84qXV4emql
— IUCA (@IUCAnalysts) October 23, 2015
Fyrr í mánuðinum réðust vígamenn ISIS gegn uppreisnarhópum norður Af Aleppo og tóku þeir þar nokkur þorp.
Sjá einnig: ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands.
Sókn sýrlenska hersins hefur ekki gengið eins og skyldi, en herinn er studdur af hermönnum frá Íran, vígamönnum frá Hezbolla samtökunum í Líbanon og loftárásum Rússa. Í raun er um að ræða margar smærri aðgerðir en að hluta til hafa þær ekki gengið eins vel og ætla mætti vegna fjölgunar vopna sem ætlað er að granda skriðdrekum.
PT: As of right now the regime supply line is threaten on 3 areas and cut at least on one #Syria pic.twitter.com/YMsfM3J14g
— Michael Horowitz (@michaelh992) October 27, 2015
Þá segja sérfræðingar sem Telegraph ræddi við að aukin geta stjórnarhersins hafi þvingað svokallað hófsama uppreisnarmenn til að leita hjálpar hjá vígahópum íslamista. Þeir hópar hafa lengi notið betri velgengni á vígvöllum Sýrlands. Þar á meðal vegna betri fjármögnunar en uppreisnarhóparnir búa yfir.
Þá hafa uppreisnarhóparnir fengið áðurnefnd TOW vopn frá Bandaríkjunum og meðlimir þeirra verið þjálfaðir í notkun þeirra. Íslamistar taka stuðningi þeirra fagnandi.
Það hefur leitt til þess að ISIS hefur getað fært vígamenn af víglínum þeirra við uppreisnarmennina, sem eru svo notaðir í bardögum gegn stjórnarhernum. Þannig hefur ISIS getað beitt meiri krafti gegn Assad og fylgismönnum hans.