Körfubolti

Flottustu tilþrifin frá undirbúningstímabili NBA | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Kelly og Robert Sacre verja hér skot frá Austin Rivers.
Ryan Kelly og Robert Sacre verja hér skot frá Austin Rivers. Vísir/EPA
NBA-deildin í körfubolta fer af stað í kvöld eftir 33 daga hlé og þrír fyrstu leikirnir fara fram í nótt í Chicago, í Atlanta og á heimavelli NBA-meistaranna í Oakland.

Meistaraefnin og silfurlið síðasta tímabils, Cleveland Cavaliers, heimsækir Chicago Bulls í Union Center í opnunarleik tímabilsins en kvöldið endar síðan á leik NBA-meistara Golden State Warriors og New Orleans Pelicans. Þriðji leikur kvöldsins er síðan á milli Atlanta Hawks og Detroit Pistons.

Liðin hafa að sjálfsögðu verið á fullu að undirbúa sig fyrir tímabilið með því að spila fjölda æfingaleikja á síðustu vikum.

NBA-deildin hefur tekið saman nokkur skemmtileg myndbönd með flottustu tilþrifin frá undirbúningstímabilinu og ef þetta kemur NBA-áhugamanninum í stuð fyrir kvöldið þá gerir það fátt.

Við erum að tala um bestu sóknirnar, flottustu hreyfingarnar, flottustu troðslurnar, flottustu stoðsendingarnar og bestu tilþrifin hjá þeim leikmönnum sem eru að fara að spila sitt fyrsta tímabil í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×