Körfubolti

Strákarnir í Golden State stríddu Charles Barkley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Barkley í útsendingu TNT með þeim Reggie Miller og Marv Albert.
Charles Barkley í útsendingu TNT með þeim Reggie Miller og Marv Albert. Vísir/Getty
Charles Barkley, körfuboltaspekingur NBA-deildarinnar á TNT-sjónvarpsstöðinni, þurfti að éta orðin sín í júní síðastliðnum þegar Golden State Warriors tryggði sér NBA-meistaratitilinn.

Þrátt fyrir frábært gengi Golden State Warriors liðsins í deildarkeppninni þá hélt Barkley því fram alla leið inn í úrslitakeppnina að Golden State Warriors liðið gæti ekki orðið NBA-meistari.

„Ég er ekki hrifin af liðum sem treysta á stökkskot utan af velli. Ég tel ekki að þú getir unnið titilinn með því að treysta á stökkskot á móti góðum liðum," sagði Charles Barkley.

Annað kom þó á daginn því Golden State Warriors vann sinn fyrsta NBA-titil í fjóra áratugi þegar liðið vann Cleveland Cavaliers 4-2.

TNT-stöðin var mætt á fyrsta leik Golden State Warriors á nýju tímabili og þar nýttu strákarnir í liðinu tækifærið til að stríða Charles Barkley og minna hann eftirminnilega á vitlausu fullyrðingu sína.

Charles Barkley var píndur til að klæðast gulum bol og á honum var staðan. Það er Lið sem skjóta stökkskotum 1 - Charles Barkley 0.

Charles Barkley varð við þessu og starfsfélagar hans á TNT nýttu tækifærið, tóku mynd af kappanum og skelltu inn á twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.

Golden State Warriors tók upp þráðinn frá því sem frá var horfið í júní með því að vinna 111-95 sigur á New Orleans Pelicans í fyrsta leik en á undan leiknum fengu leikmenn og starfsmenn liðsins afhenta meistarahringa sína frá eigandanum.

NBA

Tengdar fréttir

NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd

Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×