Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:09 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19
Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59