Nýr stjórnarformaður Twitter hefur tíst tólf sinnum Sæunn Gísladóttir skrifar 14. október 2015 16:45 Nýr stjórnarformaður Twitter var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlinum fyrir ráðningu sína. Twitter hefur ráðið starfsmann númer 11 hjá Google, Omid Kordestani, sem nýjan stjórnarformann fyrirtækisins. Kordestani er fyrsti stjórnarformaður Twitter sem ráðinn er utan fyrirtækisins frá stofnun þess árið 2006. Vonir eru bundnar við það að hann geti veitt fyrirtækinu nýja innsýn, en það hefur átt í miklum erfiðleikum við að fjölga notendum sínum úr 300 milljónum mánðarlega. Twitter hefur því átt í rekstrarerfiðleikum og tilkynni á dögunum að til stæði að fækka um 336 störf. Erfiðleikar hafa einnig staðið yfir meðal stjórnenda fyrirtækisins. Fyrir viku var Jack Dorsey, sem hafði verið stjórnarformaður fyrirtækisins síðan árið 2011, skipaður forstjóri þess. Kordestani hóf störf hjá Google árið 1999 og starfaði síðast sem forstöðumaður viðskiptasviðs fyrirtækisins áður en hann sagði upp störfum í ágúst. Síðan þá hefur hann verið ráðgjafi Google á meðan það gekkst undir breytingar og varð að Alphabet. Kordestani hafði ekki verið mjög virkur á Twitter áður en hann var ráðinn, og hafði einungis tíst 8 sinnum, hann hefur nú tíst fjórum sinnum í viðbót um nýja starfið. Tengdar fréttir Twitter segir upp tólfta hverjum starfsmanni Skipulagsbreytingar eru svar Twitter við harðari samkeppni. 13. október 2015 14:12 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Twitter hefur ráðið starfsmann númer 11 hjá Google, Omid Kordestani, sem nýjan stjórnarformann fyrirtækisins. Kordestani er fyrsti stjórnarformaður Twitter sem ráðinn er utan fyrirtækisins frá stofnun þess árið 2006. Vonir eru bundnar við það að hann geti veitt fyrirtækinu nýja innsýn, en það hefur átt í miklum erfiðleikum við að fjölga notendum sínum úr 300 milljónum mánðarlega. Twitter hefur því átt í rekstrarerfiðleikum og tilkynni á dögunum að til stæði að fækka um 336 störf. Erfiðleikar hafa einnig staðið yfir meðal stjórnenda fyrirtækisins. Fyrir viku var Jack Dorsey, sem hafði verið stjórnarformaður fyrirtækisins síðan árið 2011, skipaður forstjóri þess. Kordestani hóf störf hjá Google árið 1999 og starfaði síðast sem forstöðumaður viðskiptasviðs fyrirtækisins áður en hann sagði upp störfum í ágúst. Síðan þá hefur hann verið ráðgjafi Google á meðan það gekkst undir breytingar og varð að Alphabet. Kordestani hafði ekki verið mjög virkur á Twitter áður en hann var ráðinn, og hafði einungis tíst 8 sinnum, hann hefur nú tíst fjórum sinnum í viðbót um nýja starfið.
Tengdar fréttir Twitter segir upp tólfta hverjum starfsmanni Skipulagsbreytingar eru svar Twitter við harðari samkeppni. 13. október 2015 14:12 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Twitter segir upp tólfta hverjum starfsmanni Skipulagsbreytingar eru svar Twitter við harðari samkeppni. 13. október 2015 14:12