Auðkýfingur ætlar að gefa 99 prósent eigna sinna í þróunaraðstoð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 19:16 Manoj Bargava segist ekki þurfa peningana sem hann hefur unnið sér inn. mynd/youtube Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira