Stefnan er sett á gullið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 06:00 Helgi Sveinsson og Arnar Helgi á blaðamannafundinum í gær. vísir/stefán HM fatlaðra fer fram í Doha í Katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upphafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“vísir/stefánEr Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflimaðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
HM fatlaðra fer fram í Doha í Katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upphafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“vísir/stefánEr Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflimaðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30