Þvottadagur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. október 2015 08:00 Frá því ég flutti úr foreldrahúsum hef ég þurft að þvo sjálfur af mér spjarirnar. Mér hefur aldrei þótt það neitt tiltökumál, enda er 21. öldin gengin í garð og enginn þarf lengur að kjaga með stútfullt vaskafat af óhreinum naríum niður í Laugardal til þess að viðhalda sæmilegum hreinlætisstuðli. Ég lenti í ýmsu í þeim fjölmörgu þvottahúsum sem ég neyddist til að brúka fyrstu árin. Í einhverju þríbýlinu sá ég úthverfar fullorðinsbrækur með þykku bremsufari efst í þvottakörfu mannsins á miðhæðinni. Í öðru þvottahúsi stóð nakið gamalmenni og spúlaði á sér undirvagninn með garðslöngu. En eftir að ég komst í húsnæði með þokkalegri aðstöðu fór mér að þykja þvottadagur skemmtilegasti dagur vikunnar. Já, það er gaman að þvo þó að það fylgi þessu nokkur bið á milli véla. En svo klárar vélin og þá fæ ég að gera það skemmtilegasta; að raða blautum þvotti á takmarkaðan fjölda snúra. Það krefst nefnilega heilmikillar útsjónarsemi. Stórar flíkur setur maður beint á ofn til að spara snúrupláss, annað fer á stólbök og herðatré, því hluti af þessu verður að ná að þorna áður en næsta vél klárar. Þá getur maður byrjað að brjóta saman og þá er þetta frábæra eins manns færiband komið á fulla ferð. Þetta er svipuð tilfinning og að púsla 5.000 bita púsl með mynd af einhverjum kastala — þar sem 2.000 bitar eru bara lauf. Krefjandi, en hrikalega hollt fyrir heilann. Því miður klárast þvotturinn á endanum. Einhverjar flíkur hafa þá stundum fengið að fara aukaferð. Kannski voru þær ekki orðnar alveg nógu hreinar. En þá hef ég líka sett extra lítið þvottaduft. Út af náttúrunni og því öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Frá því ég flutti úr foreldrahúsum hef ég þurft að þvo sjálfur af mér spjarirnar. Mér hefur aldrei þótt það neitt tiltökumál, enda er 21. öldin gengin í garð og enginn þarf lengur að kjaga með stútfullt vaskafat af óhreinum naríum niður í Laugardal til þess að viðhalda sæmilegum hreinlætisstuðli. Ég lenti í ýmsu í þeim fjölmörgu þvottahúsum sem ég neyddist til að brúka fyrstu árin. Í einhverju þríbýlinu sá ég úthverfar fullorðinsbrækur með þykku bremsufari efst í þvottakörfu mannsins á miðhæðinni. Í öðru þvottahúsi stóð nakið gamalmenni og spúlaði á sér undirvagninn með garðslöngu. En eftir að ég komst í húsnæði með þokkalegri aðstöðu fór mér að þykja þvottadagur skemmtilegasti dagur vikunnar. Já, það er gaman að þvo þó að það fylgi þessu nokkur bið á milli véla. En svo klárar vélin og þá fæ ég að gera það skemmtilegasta; að raða blautum þvotti á takmarkaðan fjölda snúra. Það krefst nefnilega heilmikillar útsjónarsemi. Stórar flíkur setur maður beint á ofn til að spara snúrupláss, annað fer á stólbök og herðatré, því hluti af þessu verður að ná að þorna áður en næsta vél klárar. Þá getur maður byrjað að brjóta saman og þá er þetta frábæra eins manns færiband komið á fulla ferð. Þetta er svipuð tilfinning og að púsla 5.000 bita púsl með mynd af einhverjum kastala — þar sem 2.000 bitar eru bara lauf. Krefjandi, en hrikalega hollt fyrir heilann. Því miður klárast þvotturinn á endanum. Einhverjar flíkur hafa þá stundum fengið að fara aukaferð. Kannski voru þær ekki orðnar alveg nógu hreinar. En þá hef ég líka sett extra lítið þvottaduft. Út af náttúrunni og því öllu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun