Brady náði fram hefndum gegn Colts Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2015 20:30 Brady er hér hampað af liðsfélaga í nótt. vísir/getty Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira
Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants
NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira