Segir Rússa kasta olíu á eldinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2015 08:14 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Rússa. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00