Körfubolti

Denver semur við reynslubolta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miller hefur glímt við erfið meiðsli stóran hluta af sínum ferli.
Miller hefur glímt við erfið meiðsli stóran hluta af sínum ferli. vísir/getty
Denver Nuggets gerði í gær eins árs samning við reynsluboltann Mike Miller.

Denver er sjöunda liðið sem Miller spilar með í NBA en hann var valinn af Orlando Magic með fimmta valrétti í nýliðavalinu árið 2000. Miller var valinn nýliði ársins í NBA á sínu fyrsta tímabili í deildinni.

Hann var einnig valinn sjötti leikmaður ársins 2006 þegar hann lék með Memphis Grizzlies. Þaðan fór hann til Minnesota Timberwolves, svo til Washington Wizards áður en hann færði sig um set til Miami Heat þar sem hann vann tvo meistaratitla.

Á síðasta tímabili lék Miller, sem er góð þriggja stiga skytta, með Cleveland Cavaliers og fór með liðinu í úrslit NBA þar sem það tapaði fyrir Golden State Warriors.

Denver vann aðeins 30 leiki á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×