Alexander Petersson mögulega ekki með íslenska landsliðinu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 08:30 Alexander Petersson Vísir/Stefán Alexander Petersson er aftur farinn að finna til í náranum og hann sjálfur er óviss um hvort að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Póllandi í janúar. Alexander er í viðtali hjá Sindra Sverrissyni í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann vera kominn á upphafsreit þrátt fyrir að hafa farið í kviðslitsaðgerð í byrjun sumars. „Ég fór í aðferð í byrjun júní vegna kviðslits - var þá búinn að vera að drepast í náranum. Ég æfði svo á fullu á undirbúningstímabilinu og það var allt í lagi þegar leiktíðin hófst," sagði Alexander við Sindra. „En leikirnir hafa verið margir, alltaf tvisvar í viku, og smám saman fór þetta að vera eins og það var fyrir aðgerðina. Þetta tók sig ekkert upp allt í einu út af einhverju sem gerðist, heldur hefur þetta bara orðið verra og verra með tímanum," sagði Alexander í umræddu viðtali. Alexander talar um að hann ætli jafnvel að fá að sleppa leikjum í Meistaradeildinni á næstunni og einbeita sér að þýsku deildinni. „Þetta eru alltof margir leikir," sagði Alexander. En verður hann þá með á Evrópumótinu í Póllandi í byrjun næsta árs? „Ég veit það bara ekki. Ef ég verð heill heilsu þá verð ég með en ef ég er ekki heill þá verð ég ekki með. Svo einfalt er það," sagði Alexander í viðtalinu. Alexander hefur þegar haft samband við landsliðsþjálfarann Aron Kristjánsson og látið hann vita að eins og staðan er núna þá verði hann ekki með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Osló 5. til 8. nóvember næstkomandi. Alexander Petersson var með á öllum stórmótum íslenska landsliðsins frá 2005 til 2012 en hefur síðan misst af tveimur af þremur síðustu stórmótum íslenska liðsins. Alexander lék með á HM í Katar fyrr á þessu ári sem var hans fyrsta stórmót í þrjú ár. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Alexander Petersson er aftur farinn að finna til í náranum og hann sjálfur er óviss um hvort að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Póllandi í janúar. Alexander er í viðtali hjá Sindra Sverrissyni í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann vera kominn á upphafsreit þrátt fyrir að hafa farið í kviðslitsaðgerð í byrjun sumars. „Ég fór í aðferð í byrjun júní vegna kviðslits - var þá búinn að vera að drepast í náranum. Ég æfði svo á fullu á undirbúningstímabilinu og það var allt í lagi þegar leiktíðin hófst," sagði Alexander við Sindra. „En leikirnir hafa verið margir, alltaf tvisvar í viku, og smám saman fór þetta að vera eins og það var fyrir aðgerðina. Þetta tók sig ekkert upp allt í einu út af einhverju sem gerðist, heldur hefur þetta bara orðið verra og verra með tímanum," sagði Alexander í umræddu viðtali. Alexander talar um að hann ætli jafnvel að fá að sleppa leikjum í Meistaradeildinni á næstunni og einbeita sér að þýsku deildinni. „Þetta eru alltof margir leikir," sagði Alexander. En verður hann þá með á Evrópumótinu í Póllandi í byrjun næsta árs? „Ég veit það bara ekki. Ef ég verð heill heilsu þá verð ég með en ef ég er ekki heill þá verð ég ekki með. Svo einfalt er það," sagði Alexander í viðtalinu. Alexander hefur þegar haft samband við landsliðsþjálfarann Aron Kristjánsson og látið hann vita að eins og staðan er núna þá verði hann ekki með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Osló 5. til 8. nóvember næstkomandi. Alexander Petersson var með á öllum stórmótum íslenska landsliðsins frá 2005 til 2012 en hefur síðan misst af tveimur af þremur síðustu stórmótum íslenska liðsins. Alexander lék með á HM í Katar fyrr á þessu ári sem var hans fyrsta stórmót í þrjú ár.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira