Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 10:58 Mynd tekin af loftárás Rússa í Sýrlandi. Þjóðir sem myndað hafa bandalag gegn Íslamska ríkinu fara fram á að Rússar hætti að gera loftárásir gegn uppreisnarhópum í Sýrlandi. Þess í stað einbeiti Rússar sér að því að berjast gegn ISIS. Í sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Katar, Sádi Arabíu, Tyrklands og Þýskalands segir að aðgerðir Rússa muni einungis leiða til frekari uppfangs öfgasamtaka. Sérstaklega eru teknar fram árásir í Hama, Homs og Idlib héruðum, þar sem borgarar féllu og þær árásir beindust ekki gegn ISIS.Hér má sjá loftárásir Rússa í Sýrlandi í gær og í fyrradag.Vísir/GraphicNewsAlexi Puskov, formaður utanríkismálanefndar Rússlands, sagði blaðamönnum í morgun að Bandaríkin hefðu eingöngu þóst gera árásir gegn ISIS og lofaði að aðgerðir þeirra yrðu mun áhrifaríkari. Loftárásir Rússa í Sýrlandi eru þær fyrstu fyrir utan landamæri gömlu Sovétríkjanna frá tímum kalda stríðsins. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær að mikilvægt væri að ekki yrðu gerðar loftárásir á hófsama uppreisnarhópa, sem vilja koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands til langs tíma, frá völdum. Serkei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að Rússar myndu einnig berjast gegn öðrum „hryðjuverkahópum“ í Sýrlandi. Hann sagði skotmörkin vera valin í samstarfi við sýrlenska herinn. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þjóðir sem myndað hafa bandalag gegn Íslamska ríkinu fara fram á að Rússar hætti að gera loftárásir gegn uppreisnarhópum í Sýrlandi. Þess í stað einbeiti Rússar sér að því að berjast gegn ISIS. Í sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Katar, Sádi Arabíu, Tyrklands og Þýskalands segir að aðgerðir Rússa muni einungis leiða til frekari uppfangs öfgasamtaka. Sérstaklega eru teknar fram árásir í Hama, Homs og Idlib héruðum, þar sem borgarar féllu og þær árásir beindust ekki gegn ISIS.Hér má sjá loftárásir Rússa í Sýrlandi í gær og í fyrradag.Vísir/GraphicNewsAlexi Puskov, formaður utanríkismálanefndar Rússlands, sagði blaðamönnum í morgun að Bandaríkin hefðu eingöngu þóst gera árásir gegn ISIS og lofaði að aðgerðir þeirra yrðu mun áhrifaríkari. Loftárásir Rússa í Sýrlandi eru þær fyrstu fyrir utan landamæri gömlu Sovétríkjanna frá tímum kalda stríðsins. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær að mikilvægt væri að ekki yrðu gerðar loftárásir á hófsama uppreisnarhópa, sem vilja koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands til langs tíma, frá völdum. Serkei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að Rússar myndu einnig berjast gegn öðrum „hryðjuverkahópum“ í Sýrlandi. Hann sagði skotmörkin vera valin í samstarfi við sýrlenska herinn.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00
Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09