Ætlar að verða smiður eða flugmaður 4. október 2015 15:00 Gunnar Ingi Stefánsson Gunnar Ingi Stefánsson er 7 ára. Hann æfir fótbolta með Val og elskar að fara í sund. Honum finnst líka skemmtilegt að fara í ferðalög með skólanum sínum.Hvað ertu gamall og í hvaða skóla ertu? Ég er 7 ára og ég er í Hlíðaskóla. Mér finnst mjög gaman í skólanum. Stjúpbróðir minn er 6 ára. Hann er núna í skóla í Svíþjóð, skólinn hans heitir St. Hansskolan. Lovísa, stjúpmamma mín, verður í skóla í Svíþjóð í vetur.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði og listasmiðjunni. Ég er í textílmennt og þar er maður að æfa sig í nokkrum skrítnum tækjum.Ertu að æfa eitthvað? Fótbolta með Val, ég var að æfa handbolta síðasta vetur. Ég byrjaði að æfa fótbolta út af því að ég er svo góður.Hver er uppáhaldsbókin þín og lestu mikið? Mér finnst skemmtilegast að lesa Andrésar Andar-syrpur. Ég les stundum.Hver eru áhugamálin þín? Að spila Playstation 4 og að spila fótbolta. Ég elska líka að fara í sund og stundum fer ég í sjósund í Nauthólsvík. Mér finnst rosalega gaman að fara í ferðalög með skólanum mínum og líka fjölskyldunni minni. Einu sinni keyrði ég um allt Ísland með stjúpmömmu minni, pabba og stjúpbróður mínum. Svo fór ég einu sinni með mömmu minni í Hrísey, Dalvík og til Akureyrar. Mér finnst líka gaman að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, eins og á þriðjudögum og miðvikudögum þegar Meistaradeildin er. Uppáhaldsþátturinn hans pabba er Pepsi-mörkin og við horfum stundum á hann saman.Með hvaða liði heldur þú? Val, Manchester United, Barcelona og Liverpool.Hver er uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn? Mér finnst Lionel Messi bestur út af því að hann er bara rosalega góður. Mér finnst Ronaldo líka góður og Neymar og Iniesta. Diego Costa er líka góður. Rooney er líka bestur og Zlatan. Daniel Sturridge er líka flottur.Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða smiður út af því að mér finnst svo gaman að smíða. Út af því að það er gaman að byggja eitthvað verðmætt. Afi minn er smiður og ég hef verið að hjálpa honum að byggja bústað. Mig langar líka að verða flugmaður.Áttu gæludýr eða langar þig að eiga gæludýr? Nei, ég á ekki gæludýr en mig langar í kanínu. Ég held samt að pabbi sé með ofnæmi fyrir kanínum, ég get samt spurt mömmu hvort ég geti fengið kanínu hjá henni. Krakkar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Gunnar Ingi Stefánsson er 7 ára. Hann æfir fótbolta með Val og elskar að fara í sund. Honum finnst líka skemmtilegt að fara í ferðalög með skólanum sínum.Hvað ertu gamall og í hvaða skóla ertu? Ég er 7 ára og ég er í Hlíðaskóla. Mér finnst mjög gaman í skólanum. Stjúpbróðir minn er 6 ára. Hann er núna í skóla í Svíþjóð, skólinn hans heitir St. Hansskolan. Lovísa, stjúpmamma mín, verður í skóla í Svíþjóð í vetur.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði og listasmiðjunni. Ég er í textílmennt og þar er maður að æfa sig í nokkrum skrítnum tækjum.Ertu að æfa eitthvað? Fótbolta með Val, ég var að æfa handbolta síðasta vetur. Ég byrjaði að æfa fótbolta út af því að ég er svo góður.Hver er uppáhaldsbókin þín og lestu mikið? Mér finnst skemmtilegast að lesa Andrésar Andar-syrpur. Ég les stundum.Hver eru áhugamálin þín? Að spila Playstation 4 og að spila fótbolta. Ég elska líka að fara í sund og stundum fer ég í sjósund í Nauthólsvík. Mér finnst rosalega gaman að fara í ferðalög með skólanum mínum og líka fjölskyldunni minni. Einu sinni keyrði ég um allt Ísland með stjúpmömmu minni, pabba og stjúpbróður mínum. Svo fór ég einu sinni með mömmu minni í Hrísey, Dalvík og til Akureyrar. Mér finnst líka gaman að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, eins og á þriðjudögum og miðvikudögum þegar Meistaradeildin er. Uppáhaldsþátturinn hans pabba er Pepsi-mörkin og við horfum stundum á hann saman.Með hvaða liði heldur þú? Val, Manchester United, Barcelona og Liverpool.Hver er uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn? Mér finnst Lionel Messi bestur út af því að hann er bara rosalega góður. Mér finnst Ronaldo líka góður og Neymar og Iniesta. Diego Costa er líka góður. Rooney er líka bestur og Zlatan. Daniel Sturridge er líka flottur.Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða smiður út af því að mér finnst svo gaman að smíða. Út af því að það er gaman að byggja eitthvað verðmætt. Afi minn er smiður og ég hef verið að hjálpa honum að byggja bústað. Mig langar líka að verða flugmaður.Áttu gæludýr eða langar þig að eiga gæludýr? Nei, ég á ekki gæludýr en mig langar í kanínu. Ég held samt að pabbi sé með ofnæmi fyrir kanínum, ég get samt spurt mömmu hvort ég geti fengið kanínu hjá henni.
Krakkar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira