Óeðlileg ást? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 5. október 2015 13:00 Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun