Í frétt BBC kemur fram að sendiherrann segi að um mistök hafi verið að ræða og að slíkt muni ekki gerast aftur.
Rússneski herinn hefur að undanförnu gert fjölda loftárásir á skotmörk í Sýrlandi sem liggur að Tyrklandi sem er aðili að NATO. Eru árásirnar ætlaðar að styðja við bakið á aðgerðum stjórnarhers Sýrlands í baráttu þess gegn vígasveitum ISIS.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að brot Rússa séu óásættanleg og ekki til þess gerð til að lægja öldurnar í heimshlutanum.
Fulltrúar aðildarríkja NATO munu ræða málið síðar í dag.