Erlent

Krefjast þess að Rússar hætti loftárásum og virði lofthelgi Tyrkja

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
NATO þjóðirnar krefjast að Rússar hætti loftárásum sínum.
NATO þjóðirnar krefjast að Rússar hætti loftárásum sínum. vísir/epa
Norður-Atlantshafsráðið lýsir yfir djúpstæðum áhyggjum yfir hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi og nágrannalöndum þess og krefjast þess að árásunum létti þegar í stað. Þetta varð niðurstaðan eftir fund ráðsins sem fram fór í dag.

Ráðið lýsir yfir sérstökum áhyggjum vegna loftárása Rússa en sprengjum hefur meðal annars verið varpað á borgirnar Hama, Homs og Idlib. Rússar hafa ítrekað gefið út að aðgerðir þeirra beinist að ISIS en fréttir herma að fjöldi almennra borgara hafi látist í loftárusunum.

Rússnesku þoturnar hafa á leið sinni til Sýrlands ítrekað farið inn í lofthelgi Tyrklands. Var það gert þrátt fyrir ítrekað aðvaranir Tyrkja um að slíkt verði ekki liðið. Niðurstaða NATO fordæmir alla slíka tilburði og krefst þess að Rússar virði Tyrki og þeirra yfirráðasvæði.


Tengdar fréttir

Sprengjum varpað á óvini Assads forseta

Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×