Vonarglæta um breytingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2015 07:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær upp málefni hælisleitenda og innti Ólöfu Nordal innanríkisráðherra svara um beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi. Hún gengur út á að senda má hælisleitendur sem hingað koma aftur til þess Schengen-lands sem þeir komu frá, því þar beri þeim að leita úrlausnar mála sinna. Vísaði Helgi Hrafn til nýlegs úrskurðar Hæstaréttar um að senda skuli tvo menn til Ítalíu í stað þess að mál þeirra verði tekið upp hér. Þá rifjaði hann upp fyrri umræður um málið á Alþingi í síðasta mánuði þar sem innanríkisráðherra sagðist ekki telja að Ítalía, Grikkland og Ungverjaland væru örugg lönd fyrir hælisleitendur. Úrskurður Hæstaréttar endurspeglaði hins vegar brotalöm í kerfinu. Svör ráðherrans eru fagnaðarefni, en hún upplýsti að hún hefði beint því til Útlendingastofnunar að bíða með að vísa umræddum hælisleitendum á brott til Ítalíu þar til búið væri að leggja „almennilegt mat“ á það hvernig málum er háttað varðandi meðferð þeirra þar og hvort mögulega væri verið að steypa fólki í óöruggt umhverfi. Um leið áréttaði Ólöf að sá möguleiki væri einnig fyrir hendi að taka mál aftur til meðferðar. „Útlendingastofnun gerir það,“ sagði hún. Miðað við þau ósköp sem ganga á vegna flóttamannastraums frá Sýrlandi til Evrópulanda og fregna af framkomu Ítala, Grikkja og Ungverja við flóttafólk, þá má vel taka undir með Helga Hrafni þegar hann hvetur stjórnvöld hér til að taka upp það verklag að hér verði fleiri mál hælisleitenda tekin til efnismeðferðar, fremur en að senda þá aftur út í óvissuna. Um leið verður að segjast að nýlegar fregnir af framgöngu Útlendingastofnunar í málefnum hælisleitenda, svo sem gagnvart börnum hælisleitenda sem hafa ekki fengið inni í grunnskólum hér á landi nema með harmkvælum og tilstuðlan fjölmiðla, eru ekki til þess fallnar að vekja traust á því að stofnunin valdi hlutverki sínu. Þannig er frá því greint í Fréttablaðinu í dag að Útlendingastofnun hafi ekki fyrr en í síðustu viku óskað eftir þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð sem sett hefur verið upp í Bæjarhrauni. „Enn bíða tólf börn sem hafa stöðu hælisleitenda þess að hefja skólavist í Hafnarfirði,“ segir í fréttinni. Lappadráttur stofnunarinnar í þessum málum er mannréttindabrot. Eftir höfðinu dansa limirnir og ljóst að breyting þarf að verða á þeim skilaboðum og þeim stuðningi sem Útlendingastofnun þarf til þess að geta sinnt verkefnum sínum sómasamlega. Orð innanríkisráðherra á Alþingi í gær um að hraða þurfi málsmeðferð og leggja sjálfstætt mat innanlands á mál fólks sem hingað kemur frá umræddum Evrópulöndum vekur vonir um breytingar til batnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær upp málefni hælisleitenda og innti Ólöfu Nordal innanríkisráðherra svara um beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi. Hún gengur út á að senda má hælisleitendur sem hingað koma aftur til þess Schengen-lands sem þeir komu frá, því þar beri þeim að leita úrlausnar mála sinna. Vísaði Helgi Hrafn til nýlegs úrskurðar Hæstaréttar um að senda skuli tvo menn til Ítalíu í stað þess að mál þeirra verði tekið upp hér. Þá rifjaði hann upp fyrri umræður um málið á Alþingi í síðasta mánuði þar sem innanríkisráðherra sagðist ekki telja að Ítalía, Grikkland og Ungverjaland væru örugg lönd fyrir hælisleitendur. Úrskurður Hæstaréttar endurspeglaði hins vegar brotalöm í kerfinu. Svör ráðherrans eru fagnaðarefni, en hún upplýsti að hún hefði beint því til Útlendingastofnunar að bíða með að vísa umræddum hælisleitendum á brott til Ítalíu þar til búið væri að leggja „almennilegt mat“ á það hvernig málum er háttað varðandi meðferð þeirra þar og hvort mögulega væri verið að steypa fólki í óöruggt umhverfi. Um leið áréttaði Ólöf að sá möguleiki væri einnig fyrir hendi að taka mál aftur til meðferðar. „Útlendingastofnun gerir það,“ sagði hún. Miðað við þau ósköp sem ganga á vegna flóttamannastraums frá Sýrlandi til Evrópulanda og fregna af framkomu Ítala, Grikkja og Ungverja við flóttafólk, þá má vel taka undir með Helga Hrafni þegar hann hvetur stjórnvöld hér til að taka upp það verklag að hér verði fleiri mál hælisleitenda tekin til efnismeðferðar, fremur en að senda þá aftur út í óvissuna. Um leið verður að segjast að nýlegar fregnir af framgöngu Útlendingastofnunar í málefnum hælisleitenda, svo sem gagnvart börnum hælisleitenda sem hafa ekki fengið inni í grunnskólum hér á landi nema með harmkvælum og tilstuðlan fjölmiðla, eru ekki til þess fallnar að vekja traust á því að stofnunin valdi hlutverki sínu. Þannig er frá því greint í Fréttablaðinu í dag að Útlendingastofnun hafi ekki fyrr en í síðustu viku óskað eftir þjónustu frá Hafnarfjarðarbæ vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð sem sett hefur verið upp í Bæjarhrauni. „Enn bíða tólf börn sem hafa stöðu hælisleitenda þess að hefja skólavist í Hafnarfirði,“ segir í fréttinni. Lappadráttur stofnunarinnar í þessum málum er mannréttindabrot. Eftir höfðinu dansa limirnir og ljóst að breyting þarf að verða á þeim skilaboðum og þeim stuðningi sem Útlendingastofnun þarf til þess að geta sinnt verkefnum sínum sómasamlega. Orð innanríkisráðherra á Alþingi í gær um að hraða þurfi málsmeðferð og leggja sjálfstætt mat innanlands á mál fólks sem hingað kemur frá umræddum Evrópulöndum vekur vonir um breytingar til batnaðar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun