Ísland í dag: Opið hjónaband - Hún á betri séns en hann Margrét Erla Maack skrifar 6. október 2015 19:45 Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira