Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2015 13:33 Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudagsmorgun og að vanda hefur mikil umræða skapast um hver muni hreppa hnossið. Veðbankar hafa oftar en ekki rangt fyrir sér, enda hefur Nóbelsnefndin oft komið fólki í opna skjöldu, líkt og þegar Barack Obama, þá tiltölulega nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hlaut verðlaunin árið 2009 og með því að veita Evrópusambandinu verðlaununum þremur árum síðar. Norsk stjórnmál koma einnig við sögu þegar kemur að því að ákveða verðlaunahafa, enda var Thorbjörn Jagland, fyrrum forsætisráðherra og formaður norska Verkamannaflokksins, hrakinn úr stóli formanns Nóbelsnefndarinnar fyrr á árinu og skipt út fyrir Kaci Kullmann Five, liðsmanni Hærgiflokksins, eftir að hægristjórn tók við völdum í Noregi árið 2013.Breska blaðið Guardian hefur tekið saman þá sem taldir eru líklegastir til að hljóta Friðarverðlaunin þetta árið.Frans páfi.Vísir/AFPFrans páfi Páfinn er talinn hafa gegnt lykilhlutverki í bættum samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Barátta hans fyrir félagslegu réttlæti og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga eru heldur ekki taldar skaða möguleika hans á að verða fyrir valinu. Hann nýtur mikillar hylli, þykir alþýðlegri en forverar sínir og túlkar kennisetningar kaþólskra víðar.John Kerry og Mohammad Javad ZarifVísir/AFPJohn Kerry og Mohammad Javad Zarif Nöfn John Kerry og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans, hafa einnig verið nefnd í tengslum við líklega verðlaunahafa eftir að tveggja ára samningaviðræður milli íranskra stjórnvalda og Vesturveldana leiddu til samkomulags um kjarnorkuáætlun Írans fyrr í sumar. Fyrir nokkrum árum var álitið ómögulegt að slíkt samkomulag myndi nást á næstunni.Mussie Zerai Þessi erítreski prestur kom á laggirnar neyðarlínu ætlaða fyrir samlanda sína sem hyggja á hættuför, frá Erítreu og yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Hann hefur komið upp stjórnstöð sem tekur á móti símtölum frá Norður-Afríku og illa búnum bátum á Miðjarðarhafi.Angela Merkel Þýskalandskanslari.Vísir/AFPAngela Merkel Veðbankar segja margir Angelu Merkel Þýskalandskanslari líklegasta til að hljóta verðlaunin þetta árið eftir að hún opnaði landamæri Þýskalands fyrir flóttafólki frá stríðshrjáðum ríkjum í Miðausturlöndum í sumar.Victor Ochen Victor Ochen er 33 ára Úgandamaður sem hefur komið African Youth Initiative Network á laggirnar sem aðstoðar barnung fórnarlömb við að vinna úr því áfalli að hafa verið rænt af uppreisnarhópum í norðurhluta landsins.Denis Mukwege.Vísir/AFPDenis Mukwege Þessi kóngóski kvensjúkdómalæknir hefur um árabil verið til umræðu innan Nóbelsnefndarinnar. Hann hefur lengi unnið að því að aðstoða fórnarlömb nauðgana í Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir störf sín í þágu mannréttinda á síðasta ári.Fengu verðlaunin á síðasta ári Friðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai á síðasta ári. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna.
Tengdar fréttir Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00
Lyf sem gagnast milljónum Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember. 6. október 2015 07:00