„Tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna til að eignast fallegan erfðagrip“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 21:15 Myndirnar eru í góðri stærð og ættu að geta prýtt hvaða heimili sem er. Gilbert Sigurðsson Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur. Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur.
Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36
Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“