Skilaboðin eru um vernd aðildarríkja Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. október 2015 08:00 Höfuðstöðvar NATO hafa síðan 1967 verið í bráðabirgðahúsnæði í gömlum herspítala í útjaðri Brussel. Nýjar höfuðstöðvar, sem eru mikil glerhöll, eru í byggingu handan götunnar og stefnt að flutningi á næsta ári. vísir/ÓKÁ Endurskipulagning og stóraukin geta herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að stærstum hluta til komin sem viðbrögð við aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, er hann kynnti blaðamönnum niðurstöður fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Þegar Stoltenberg var spurður hvort Rússar myndu ekki túlka aukinn viðbúnað bandalagsins, svo sem í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi tilburði vesturveldanna, sagði hann aðgerðir NATO viðbragð við framferði Rússa.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fer yfir ákvarðanir og samþykktir varnarmálaráðherra bandalagsins á blaðamannafundi í Brussel í gær.Vísir/ÓKÁ„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga, en einnig í Georgíu þar sem Rússar halda núna georgísku landsvæði.“ Ekki verði horft upp á slíkan yfirgang án viðbragða. „Við bregðumst því við með því að auka getu bandalagsins til að flytja til herafla, aukum um leið viðveru okkar í austri með herliði staðsettu þar og með því að auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna og starfa með þeim.“ Skilaboðin séu þau að NATO standi sterkt að baki aðildarríkjum sínum og hafi bæði getu og vilja til að koma þeim til verndar gegn hvers konar ógn. „Allt sem NATO gerir er gert í varnarskyni, í réttu hlutfalli og það er algjörlega í takt við skuldbindingar okkar. NATO verður að bregðast við þegar við sjáum aðgerðaglaðara Rússland haga sér á þann hátt sem Rússar hafa gert síðasta árið.“ Einnig kom fram í máli Stoltenbergs í gær að NATO stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum. „Stríðsátök, óstöðugleiki og óöryggi, auk flóttamannavanda sem er hörmuleg afleiðing þess óróa sem við sjáum suður af okkur. Við þessu bregst NATO,“ sagði hann. Verið væri að koma á mestu aukningu sameiginlegra varna bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Komið hafi verið á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem brugðist geti við með mjög stuttum fyrirvara og komið hafi verið upp smærri stjórnstöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherrafundurinn samþykkti að bæta við tveimur slíkum í Ungverjalandi og Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Um leið áréttaði Stoltenberg að lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera á sviði stjórnmálanna. „Til lengri tíma leysir hernaður engan vanda í landinu. Bardaga þarf að stöðva og pólitíska lausn verður að finna.“ Áhyggjuefni væri að her Rússa, sem látið hefur til sín taka í landinu, beini spjótum sínum ekki aðallega að stríðsmönnum Íslamska ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á hópa stjórnarandstæðinga og styðji sitjandi stjórn Sýrlands. „Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“ sagði Stoltenberg og biðlaði til landsins um að leika fremur uppbyggilegt hlutverk og vinna með öðrum þjóðum í baráttunni við ISIS. Stuðningur við Assad væri ekki uppbyggilegt framlag til friðsamlegrar og varanlegrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi. Fundur varnarmálaráðherra NATO snerist að stórum hluta um að marka til lengri tíma stefnu í varnarmálum bandalagsins þegar lokið hafi verið að hrinda í áætlun ákvörðunum frá því á síðasta ári um viðbragðsáætlanir, viðbúnað og skipan herafla NATO. Stoltenberg segir enn standa yfir mat á stöðu mála í Afganistan, en þegar því lyki yrðu teknar ákvarðanir um frekari stuðning NATO við stjórnvöld þar. Hann segir samstöðu um það í aðildarríkjum NATO að þegar núverandi áætlun um stuðning þar ljúki, þá taki við frekari stuðningur og til langs tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Endurskipulagning og stóraukin geta herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að stærstum hluta til komin sem viðbrögð við aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, er hann kynnti blaðamönnum niðurstöður fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Þegar Stoltenberg var spurður hvort Rússar myndu ekki túlka aukinn viðbúnað bandalagsins, svo sem í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi tilburði vesturveldanna, sagði hann aðgerðir NATO viðbragð við framferði Rússa.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fer yfir ákvarðanir og samþykktir varnarmálaráðherra bandalagsins á blaðamannafundi í Brussel í gær.Vísir/ÓKÁ„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga, en einnig í Georgíu þar sem Rússar halda núna georgísku landsvæði.“ Ekki verði horft upp á slíkan yfirgang án viðbragða. „Við bregðumst því við með því að auka getu bandalagsins til að flytja til herafla, aukum um leið viðveru okkar í austri með herliði staðsettu þar og með því að auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna og starfa með þeim.“ Skilaboðin séu þau að NATO standi sterkt að baki aðildarríkjum sínum og hafi bæði getu og vilja til að koma þeim til verndar gegn hvers konar ógn. „Allt sem NATO gerir er gert í varnarskyni, í réttu hlutfalli og það er algjörlega í takt við skuldbindingar okkar. NATO verður að bregðast við þegar við sjáum aðgerðaglaðara Rússland haga sér á þann hátt sem Rússar hafa gert síðasta árið.“ Einnig kom fram í máli Stoltenbergs í gær að NATO stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum. „Stríðsátök, óstöðugleiki og óöryggi, auk flóttamannavanda sem er hörmuleg afleiðing þess óróa sem við sjáum suður af okkur. Við þessu bregst NATO,“ sagði hann. Verið væri að koma á mestu aukningu sameiginlegra varna bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Komið hafi verið á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem brugðist geti við með mjög stuttum fyrirvara og komið hafi verið upp smærri stjórnstöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherrafundurinn samþykkti að bæta við tveimur slíkum í Ungverjalandi og Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Um leið áréttaði Stoltenberg að lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera á sviði stjórnmálanna. „Til lengri tíma leysir hernaður engan vanda í landinu. Bardaga þarf að stöðva og pólitíska lausn verður að finna.“ Áhyggjuefni væri að her Rússa, sem látið hefur til sín taka í landinu, beini spjótum sínum ekki aðallega að stríðsmönnum Íslamska ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á hópa stjórnarandstæðinga og styðji sitjandi stjórn Sýrlands. „Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“ sagði Stoltenberg og biðlaði til landsins um að leika fremur uppbyggilegt hlutverk og vinna með öðrum þjóðum í baráttunni við ISIS. Stuðningur við Assad væri ekki uppbyggilegt framlag til friðsamlegrar og varanlegrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi. Fundur varnarmálaráðherra NATO snerist að stórum hluta um að marka til lengri tíma stefnu í varnarmálum bandalagsins þegar lokið hafi verið að hrinda í áætlun ákvörðunum frá því á síðasta ári um viðbragðsáætlanir, viðbúnað og skipan herafla NATO. Stoltenberg segir enn standa yfir mat á stöðu mála í Afganistan, en þegar því lyki yrðu teknar ákvarðanir um frekari stuðning NATO við stjórnvöld þar. Hann segir samstöðu um það í aðildarríkjum NATO að þegar núverandi áætlun um stuðning þar ljúki, þá taki við frekari stuðningur og til langs tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira