Efra þing rússnesku Dúmunnar hefur veitt Vladimir Putin, forseta Rússlands, leyfi til hernaðaraðgerða í Sýrlandi. Rússar hafa komið fyrir rúmlega 30 orrustuþotum í Sýrlandi auk skriðdreka, loftvarna og hermanna.
Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Ekki liggur fyrir hvort að Rússar ætli sér einnig að gera loftárásir á hófsama uppreisnarhópa sem berjast gegn Assad.
Beiðni forsetans var samþykkt einróma af 162 þingmönnum, samkvæmt TASS fréttaveitunni í Rússlandi. Síðast þegar Putin bað um leyfi þingsins var þegar Rússar innlimuðu Krímskaga í mars í fyrra.
Samkvæmt Bloomberg höfðu stjórnvöld Rússlands samið beiðni í síðasta mánuði um að tvö þúsund manns úr flughernum yrðu sendir til Sýrlands. Hún var þó ekki lögð fram strax.
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi

Tengdar fréttir

Rússar íhuga loftárásir í Sýrlandi
Obama og Putin deildu um framtíð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi
Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær.

Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu
Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum