Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir borgaryfirvöld Reykjavíkurborgar vegna samþykktar tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur. Segir hann að borgaryfirvöldum virðist vera meira umhugað um svokalla viðburði fremur en rekstur borgarinnar. Sigmundur Davíð var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Það er verið að fara fram úr því sem þessari sveitarstjórn er heimilt að gera en almennt held ég að best sé að sveitarfélög sinni því sem þeim beri. Þegar eitthvað hefur farið af stað með hvelli er erfitt að leiðrétta það. Það eru miklir viðskiptahagsmunir undir og Ísraelar hafa töluverð áhrif víða.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gefið út að að tillagan um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael verði dregin til baka á fundi borgarráðs í næstu viku en tillagan hefur hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum.Pólitík borgaryfirvalda afleiðing kæruleysis Sigmundur Davíð var gagnrýninn á borgaryfirvöld og nefndi sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum og sýninguna Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem dæmi um að borgaryfirvöldum væri meira annt um viðburði fremur en rekstur borgarinnar. „Þetta er afleiðing kæruleysis sem birtist í að pólítikin sem rekin er á þessu sviði er farin að snúast um viðburði eða það sem má það sem má kalla 'publicity stunts',“ sagði Sigmundur Davíð. „Það er ekki hægt að fá stjórnendur borgarinnar til að ræða um rekstrarstöðu borgarinnar sem er mjög alvarleg. Allskonar svona atriði birtast oft í viku og ég nefni sem dæmi klámmyndir í ráðhúsinu þar sem starfsfólk er nánast neytt til að horfa á klámmyndir í matartímanum. Allskonar svona furðulega uppákomur tröllríða öllu.“ Sýningarstjórar Kynleika hafa beðið starfsfólk Reykjavíkurborgar afsökunar hafi einstaka verk innan sýningarinnar vakið hjá því vanlíðan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40 Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir borgaryfirvöld Reykjavíkurborgar vegna samþykktar tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur. Segir hann að borgaryfirvöldum virðist vera meira umhugað um svokalla viðburði fremur en rekstur borgarinnar. Sigmundur Davíð var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Það er verið að fara fram úr því sem þessari sveitarstjórn er heimilt að gera en almennt held ég að best sé að sveitarfélög sinni því sem þeim beri. Þegar eitthvað hefur farið af stað með hvelli er erfitt að leiðrétta það. Það eru miklir viðskiptahagsmunir undir og Ísraelar hafa töluverð áhrif víða.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gefið út að að tillagan um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael verði dregin til baka á fundi borgarráðs í næstu viku en tillagan hefur hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum.Pólitík borgaryfirvalda afleiðing kæruleysis Sigmundur Davíð var gagnrýninn á borgaryfirvöld og nefndi sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum og sýninguna Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem dæmi um að borgaryfirvöldum væri meira annt um viðburði fremur en rekstur borgarinnar. „Þetta er afleiðing kæruleysis sem birtist í að pólítikin sem rekin er á þessu sviði er farin að snúast um viðburði eða það sem má það sem má kalla 'publicity stunts',“ sagði Sigmundur Davíð. „Það er ekki hægt að fá stjórnendur borgarinnar til að ræða um rekstrarstöðu borgarinnar sem er mjög alvarleg. Allskonar svona atriði birtast oft í viku og ég nefni sem dæmi klámmyndir í ráðhúsinu þar sem starfsfólk er nánast neytt til að horfa á klámmyndir í matartímanum. Allskonar svona furðulega uppákomur tröllríða öllu.“ Sýningarstjórar Kynleika hafa beðið starfsfólk Reykjavíkurborgar afsökunar hafi einstaka verk innan sýningarinnar vakið hjá því vanlíðan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40 Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40
Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03
Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35