Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 15. september 2015 17:30 Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur var samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015 Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00