Svampgryfjan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. september 2015 07:00 Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra. En gjammið í Útvarpi Sögu þagnar ekki og samfélagið ætlast til þess að ég haf skoðun á öllu. Lars Lagerbäck yrði reyndar fínn forseti, held ég, en ég er samt uppgefinn á skoðunum. Þær eru í kommentakerfunum, á kaffistofunni og í útvarpinu. Daginn út og inn. Hvergi flóarfriður. Nema á FM 87,7. „Ahh, gamla, góða Rondó,“ hugsa ég og finn hvernig það losnar um streituhnútinn í öxlunum. Rondó er best geymda leyndarmál ljósvakamiðlanna. Þetta er útvarpsstöð á vegum RÚV sem mér skilst að sé bara rykfallin fartölva í skáp í Efstaleitinu. Hún er þarna næstum alveg fremst á FM–kvarðanum, langt frá dægurþrasi og átótjúnuðu óþverrapoppi. Og henni er alveg sama hvort ég treysti múslimum eða ekki. Hún spilar bara sínar sinfóníur, óperur og djass. Ekkert blaðrandi fólk að skemma fyrir. Ef Útvarp Saga er naglarúm íslensks útvarps er Rondó dúnmjúka svampgryfjan. „Hvernig nennirðu að hlusta á þetta?,“ spyrja margir og halda eflaust að ég hafi gríðarlega mikið vit á klassískri tónlist. Það hef ég hins vegar alls ekki. Og ég hugsa að það sama megi segja um marga af þessu 0,1% okkar sem hlusta á Rondó. Þetta er bara okkar leynilegi griðastaður á stuttbylgjunni á meðan allir hinir eru enn þá háðir áreiti og kvabbi. En það fer ekkert verr um okkur þótt fleiri hlusti, síður en svo. Reyndar trúi ég því að Ísland yrði töluvert betri staður að búa á ef fleiri skiptu af Útvarpi Sögu og kæmu yfir í djasspartíið með okkur örfáu Rondó-hræðunum. Já, það er pláss fyrir alla á FM 87,7. Líka múslima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór
Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra. En gjammið í Útvarpi Sögu þagnar ekki og samfélagið ætlast til þess að ég haf skoðun á öllu. Lars Lagerbäck yrði reyndar fínn forseti, held ég, en ég er samt uppgefinn á skoðunum. Þær eru í kommentakerfunum, á kaffistofunni og í útvarpinu. Daginn út og inn. Hvergi flóarfriður. Nema á FM 87,7. „Ahh, gamla, góða Rondó,“ hugsa ég og finn hvernig það losnar um streituhnútinn í öxlunum. Rondó er best geymda leyndarmál ljósvakamiðlanna. Þetta er útvarpsstöð á vegum RÚV sem mér skilst að sé bara rykfallin fartölva í skáp í Efstaleitinu. Hún er þarna næstum alveg fremst á FM–kvarðanum, langt frá dægurþrasi og átótjúnuðu óþverrapoppi. Og henni er alveg sama hvort ég treysti múslimum eða ekki. Hún spilar bara sínar sinfóníur, óperur og djass. Ekkert blaðrandi fólk að skemma fyrir. Ef Útvarp Saga er naglarúm íslensks útvarps er Rondó dúnmjúka svampgryfjan. „Hvernig nennirðu að hlusta á þetta?,“ spyrja margir og halda eflaust að ég hafi gríðarlega mikið vit á klassískri tónlist. Það hef ég hins vegar alls ekki. Og ég hugsa að það sama megi segja um marga af þessu 0,1% okkar sem hlusta á Rondó. Þetta er bara okkar leynilegi griðastaður á stuttbylgjunni á meðan allir hinir eru enn þá háðir áreiti og kvabbi. En það fer ekkert verr um okkur þótt fleiri hlusti, síður en svo. Reyndar trúi ég því að Ísland yrði töluvert betri staður að búa á ef fleiri skiptu af Útvarpi Sögu og kæmu yfir í djasspartíið með okkur örfáu Rondó-hræðunum. Já, það er pláss fyrir alla á FM 87,7. Líka múslima.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun