30 milljónir í dagpeningagreiðslur Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2015 07:00 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar. Það kostar mikla dvöl erlendis. vísir/stefán Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira