Viðskipti erlent

Gjaldfall yfirvofandi hjá Úkraínu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ekki er útlit fyrir að takist að greiða 500 milljón dollara skuldabréf sem er á gjalddaga núna á miðvikudag.
Ekki er útlit fyrir að takist að greiða 500 milljón dollara skuldabréf sem er á gjalddaga núna á miðvikudag. Vísir/EPA
Gjaldfall er yfirvofandi hjá Úkraínu, þar sem ekki er útlit fyrir að takist að greiða 500 milljón dollara skuldabréf sem er á gjalddaga núna á miðvikudag. Þessu greinir IFS greining frá.

Útlit er þó fyrir að eigendur skuldatrygginga á þessi tilteknu skuldabréf fái kröfur sínar greiddar að fullu. Þessi tilteknu skuldabréf skiptu um hendir á 78,63 fyrir hverja 100 að nafnvirði í viðskiptum í gær. Þetta þýðir að líklegt sé að lánshæfi Úkraínu verði í flokki D, sem er lægsti lánshæfisflokkurinn, fyrir þá sem eru í tæknilegu gjaldþroti. Eina leiðin uppávið fyrir Úkraínu er að klára samkomulag við kröfuhafa um 20% niðurfærslu skulda landsins, sem er í farvatninu. CDS álag hefur verið fast í 20% frá 17. ágúst, eða þeim degi sem hluti kröfuhafa samþykkti 20% niðurfærslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×