Flóttafólkinu verður skipt milli ríkja ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2015 07:00 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. NordicPhotos/AFP Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45
Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15
Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28