Kristinn: Framtíð Bjarna er hjá KR Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2015 18:15 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Vísir/Stefán „Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23
Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15