Leiðin til heljar Frosti Logason skrifar 24. september 2015 08:00 Ég er pólitískur bastarður sem hefur aldrei stutt einn stjórnmálaflokk umfram annan. Ég geng óbundinn til kosninga og hef oft tekið ákvörðun um hvern ég kýs þegar ég stend í kjörklefanum. Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið. Þrátt fyrir þetta get ég haft gaman af því að fylgjast með flokksgæðingum hægri og vinstri aflanna ata hvern annan aur í hinu eilífa kapphlaupi um völdin í þjóðfélaginu. Stóra sniðgöngumálið í borgarstjórn kemur mér einmitt þannig fyrir sjónir. Nú er borgarstjórinn krafinn afsagnar vegna máls sem andstæðingar hans telja um margt mjög svipað máli innanríkisráðherrans sem hrökklaðist með skömm úr núverandi ríkisstjórn. Borgarstjórn gerði sig vissulega seka um samstöðu við réttindabaráttu Palestínumanna og andóf gagnvart mannréttindabrotum af hálfu Ísraelsríkis með vanhugsaðri tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar. Og innanríkisráðuneytið var á sínum tíma í mjög svipuðum erindagjörðum þegar það vísvitandi sverti mannorð undirmálsmanns, hælisleitanda frá Nígeríu, sem var þá trúnaðarskjólstæðingur ráðuneytisins og stóð algerlega varnarlaus gagnvart því ofríki sem hann var beittur. Málin eru greinilega alveg keimlík. Borgarstjórinn steig strax fram og viðurkenndi mistök. Hann baðst afsökunar og tilkynnti að málið skyldi dregið til baka. Þáverandi innanríkisráðherra keypti auglýsta færslu á Facebook til þess að tilkynna kjósendum að níu ára dóttir hennar hefði bent á að þetta væri jú bara ómerkileg pólitík. Er það ekki eiginlega fullgild afsökunarbeiðni? Sumir sjá það þannig. Þetta minnir auðvitað á máltækið um hvernig leiðin til heljar sé oft og iðulega vörðuð góðum áformum. Í báðum umræddum málum var ásetningurinn augljóslega góður. Er það ekki örugglega alveg borðleggjandi? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun
Ég er pólitískur bastarður sem hefur aldrei stutt einn stjórnmálaflokk umfram annan. Ég geng óbundinn til kosninga og hef oft tekið ákvörðun um hvern ég kýs þegar ég stend í kjörklefanum. Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið. Þrátt fyrir þetta get ég haft gaman af því að fylgjast með flokksgæðingum hægri og vinstri aflanna ata hvern annan aur í hinu eilífa kapphlaupi um völdin í þjóðfélaginu. Stóra sniðgöngumálið í borgarstjórn kemur mér einmitt þannig fyrir sjónir. Nú er borgarstjórinn krafinn afsagnar vegna máls sem andstæðingar hans telja um margt mjög svipað máli innanríkisráðherrans sem hrökklaðist með skömm úr núverandi ríkisstjórn. Borgarstjórn gerði sig vissulega seka um samstöðu við réttindabaráttu Palestínumanna og andóf gagnvart mannréttindabrotum af hálfu Ísraelsríkis með vanhugsaðri tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar. Og innanríkisráðuneytið var á sínum tíma í mjög svipuðum erindagjörðum þegar það vísvitandi sverti mannorð undirmálsmanns, hælisleitanda frá Nígeríu, sem var þá trúnaðarskjólstæðingur ráðuneytisins og stóð algerlega varnarlaus gagnvart því ofríki sem hann var beittur. Málin eru greinilega alveg keimlík. Borgarstjórinn steig strax fram og viðurkenndi mistök. Hann baðst afsökunar og tilkynnti að málið skyldi dregið til baka. Þáverandi innanríkisráðherra keypti auglýsta færslu á Facebook til þess að tilkynna kjósendum að níu ára dóttir hennar hefði bent á að þetta væri jú bara ómerkileg pólitík. Er það ekki eiginlega fullgild afsökunarbeiðni? Sumir sjá það þannig. Þetta minnir auðvitað á máltækið um hvernig leiðin til heljar sé oft og iðulega vörðuð góðum áformum. Í báðum umræddum málum var ásetningurinn augljóslega góður. Er það ekki örugglega alveg borðleggjandi? Ég bara spyr.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun