Spánverjar sendu heimamenn út úr Evrópumótinu eftir spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 17:33 Pau Gasol í baráttunni við Dirk Nowitzki í leiknum. Vísir/Getty Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn. EM 2015 í Berlín Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira