Erlent

Handtaka ósamvinnuþýða flóttamenn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fyrirskipar handtökur flóttamanna.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fyrirskipar handtökur flóttamanna. Nordicphotos/AFP
Flóttamenn sem sýna ungverskum yfirvöldum ekki fullan samstarfsvilja mega eiga von á því að verða handteknir frá og með næstu viku. Frá þessu greindi forsætisráðherra landsins, Viktor Orbán, í gær.

„Þegar maður tekur mið af því að við berjumst við uppreisn flóttamanna sem koma ólöglega inn í landið hefur lögregla staðið sig merkilega vel og tekið á vandanum án þess að beita valdi,“ sagði hann.

Yfirlýsing Orbán kom í kjölfar birtingar myndbands sem austurrískur sjálfboðaliði tók í flóttamannabúðum í ungverska bænum Röszke, en þangað koma þúsundir flóttamanna á degi hverjum. Myndbandið sýnir æstan hóp flóttamanna innan girðingar að slást um poka með samlokum sem grímuklæddir, vígbúnir lögreglumenn köstuðu inn fyrir girðinguna.

Lögregla í Ungverjalandi segir rannsókn hafna á málinu. Í yfirlýsingu Human Rights Watch eru aðstæður í flóttamannabúðunum í Röszke sagðar ólíðandi. 


Tengdar fréttir

Munu draga úr ferðafrelsi flóttamanna

"Við höfum alltaf sagt að þetta væri neyðartilvik þar sem við yrðum að bregðast fljótt við,“ segir kanslari Austurríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×