Pedersen verður áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 06:00 Pedersen þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Tyrkjum. vísir/valli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket. EM 2015 í Berlín Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum