Haustkynning Stöðvar 2 fór fram með pompi og prakt í Hörpu í gærkvöldi. Sjónvarpsdagskrá komandi vetrar var þar kynnt til sögunnar en í ár er mikil áhersla lögð á innlenda dagskráargerð.
Ísland í dag mætti á staðinn og kynnti sér það helsta sem verður á skjánum í vetur. Innslög Íslands í dag má sjá hér fyrir neðan ásamt ljósmyndum af þeim sem létu sjá sig í Hörpu í gærkvöldi.