Tómt tjón Berglind Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Ég var að rúnta á smájeppanum á föstudaginn með fullan bíl af kanilsnúðum og hressan leikskóladreng í aftursætinu. Fössari í fólki og við á leiðinni heim að njóta helgarinnar. Í allri gleðinni misfórst að líta til hægri og vinstri og allt í einu var bíllinn stopp í árekstri á miðjum gatnamótum. Maðurinn sem steig út úr hinum bílnum reyndist auðvitað vera hinn viðkunnanlegasti náungi, bað mig að hafa sig afsakaðan meðan hann léti konuna sína vita að honum myndi seinka örlítið. Úff, gat nú skeð, klessti bílinn hjá besta gæjanum í bænum. Eftir að hafa komið frúnni í ró sneri hann sér að mér og byrjaði að fylla út plagg. Ég var svo hissa á að hann væri ekki að skamma mig. Ég sá á skýrslunni að hann var 15 árum eldri en ég, fæddur sama ár og stóri bróðir minn, sem myndi heldur ekki skamma mig ef ég myndi keyra á hann. Mögulega átti þessi líka klaufska systur. Ég þurfti að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla framan í vinalegan þolanda þessa aulalega áreksturs (sem var nota bene hundrað prósent mér að kenna) svo ég kyngdi hverjum kökknum á fætur öðrum og fyllti út tjónaskýrslu með lélegum penna og spjallaði um að enginn gengi lengur með penna á sér. Ég byrgði inni tilfinningar mínar í dágóða stund. Korteri seinna, þegar ég var komin heim í forstofu brast stíflan og ég byrjaði að sprengigráta framan í kærastann minn. Hann klæddi sig í regnföt og huggaði mig, laug því að mér að ég væri frábær ökumaður og svona gæti hent hvern sem er. Nú neyðist ég til að taka það úr ferilskránni minni að ég sé tjónlaus ökumaður. Ég er tjónuð týpa en hlakka til að borga fyrir glænýjan stuðara fyrir indæla ökumanninn sem tók þessu með svona miklu jafnaðargeði. Ég væri örugglega enn grátandi ef hann hefði öskrað á mig. Takk Trausti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun
Ég var að rúnta á smájeppanum á föstudaginn með fullan bíl af kanilsnúðum og hressan leikskóladreng í aftursætinu. Fössari í fólki og við á leiðinni heim að njóta helgarinnar. Í allri gleðinni misfórst að líta til hægri og vinstri og allt í einu var bíllinn stopp í árekstri á miðjum gatnamótum. Maðurinn sem steig út úr hinum bílnum reyndist auðvitað vera hinn viðkunnanlegasti náungi, bað mig að hafa sig afsakaðan meðan hann léti konuna sína vita að honum myndi seinka örlítið. Úff, gat nú skeð, klessti bílinn hjá besta gæjanum í bænum. Eftir að hafa komið frúnni í ró sneri hann sér að mér og byrjaði að fylla út plagg. Ég var svo hissa á að hann væri ekki að skamma mig. Ég sá á skýrslunni að hann var 15 árum eldri en ég, fæddur sama ár og stóri bróðir minn, sem myndi heldur ekki skamma mig ef ég myndi keyra á hann. Mögulega átti þessi líka klaufska systur. Ég þurfti að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla framan í vinalegan þolanda þessa aulalega áreksturs (sem var nota bene hundrað prósent mér að kenna) svo ég kyngdi hverjum kökknum á fætur öðrum og fyllti út tjónaskýrslu með lélegum penna og spjallaði um að enginn gengi lengur með penna á sér. Ég byrgði inni tilfinningar mínar í dágóða stund. Korteri seinna, þegar ég var komin heim í forstofu brast stíflan og ég byrjaði að sprengigráta framan í kærastann minn. Hann klæddi sig í regnföt og huggaði mig, laug því að mér að ég væri frábær ökumaður og svona gæti hent hvern sem er. Nú neyðist ég til að taka það úr ferilskránni minni að ég sé tjónlaus ökumaður. Ég er tjónuð týpa en hlakka til að borga fyrir glænýjan stuðara fyrir indæla ökumanninn sem tók þessu með svona miklu jafnaðargeði. Ég væri örugglega enn grátandi ef hann hefði öskrað á mig. Takk Trausti.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun