Erlent

Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill fjöldi flóttafólks er nú á landamærum Serbíu og Ungverjalands eftir að Ungverjar lokuðu landamærunum.
Mikill fjöldi flóttafólks er nú á landamærum Serbíu og Ungverjalands eftir að Ungverjar lokuðu landamærunum. Vísir/AFP
Lögregla og herlið í Ungverjalandi beitir nú táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki sem reynir að ryðja sér leið inn í landið.

Sky News greinir frá fleiri hundruð flóttamenn hafi reynt að komast gegnum eða yfir gaddavírsgirðinguna sem er um 3,5 metrar á hæð. Á myndum má sjá fleiri hundruð flóttamanna flýja undan táragasinu.

Fréttamaður Sky News segir að flóttafólkið hafa kastað steinum og múrsteinum að lögreglu.

Flóttamennirnir hafa margir dvalið á landamærunum klukkustundum saman, án matar og drykkjar og án þess að fá frekari upplýsingar frá ungverskum og serbneskum yfirvöldum.

Sjá má beina útsendingu Sky í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Merkel ver stefnu sína

Þjóðverjar búast nú við milljón flóttamönnum á árinu. Ungverjar herða tökin á flóttafólki og ætla hvorki að hleypa þeim inn í landið né út úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×