Serbar í undanúrslit eftir 14 stiga sigur á Tékkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2015 18:28 Teodosic og félagar eru komnir í undanúrslitin en margir spá þeim sigri á EM. vísir/getty Milos Teodosic átti enn einn stórleikinn þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, með sigri á Tékklandi í dag. Lokatölur 89-75, Serbum í vil. Þessi 28 ára gamli leikstjórnandi CSKA Moskva hefur spilað stórvel á EM en hann var með 12 stig og 14 stoðsendingar í dag. Zoran Erceg var stigahæstur í liði Serba með 20 stig en Miroslav Raduljica kom næstur með 16 stig. Nemanja Bjelica átti einnig flottan leik með 14 stig og 10 fráköst. Tékkar voru með yfirhöndina framan af leik og náðu mest átta stiga forskoti, 6-14. Serbar unnu sig inn í leikinn og að loknum 1. leikhluta var staðan jöfn, 21-21. Serbarnir voru með yfirhöndina í 2. leikhluta en Tékkarnir voru aldrei langt undan. Það munaði aðeins þremur stigum, 45-42, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Serbía var áfram með yfirhöndina í 3. leikhluta og Stefan Markovic kom liðinu tíu stigum yfir, 65-55, þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Tékkland endaði 3. leikhlutann hins vegar á 8-2 spretti og því munaði einungis fjórum stigum, 67-63, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Lokaleikhlutinn var eign Serba en Tékkarnir skoruðu aðeins fjórar körfur í öllum leikhlutanum. Serbía sýndi mátt sinn og megin og vann að lokum 14 stiga sigur, 89-75. Jan Vesely skoraði 23 stig fyrir Tékkland og tók 10 fráköst. Tomás Satoransky kom næstur með 20 stig en Tékka vantaði betra framlag frá bekknum en varamenn þeirra skoruðu aðeins 14 stig gegn 50 stigum varamanna Serba. Serbía mætir annað hvort Ítalíu eða Litháen í undanúrslitunum en liðin mætast í fjórða og síðasta leiknum í 8-liða úrslitum síðar í kvöld. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Milos Teodosic átti enn einn stórleikinn þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, með sigri á Tékklandi í dag. Lokatölur 89-75, Serbum í vil. Þessi 28 ára gamli leikstjórnandi CSKA Moskva hefur spilað stórvel á EM en hann var með 12 stig og 14 stoðsendingar í dag. Zoran Erceg var stigahæstur í liði Serba með 20 stig en Miroslav Raduljica kom næstur með 16 stig. Nemanja Bjelica átti einnig flottan leik með 14 stig og 10 fráköst. Tékkar voru með yfirhöndina framan af leik og náðu mest átta stiga forskoti, 6-14. Serbar unnu sig inn í leikinn og að loknum 1. leikhluta var staðan jöfn, 21-21. Serbarnir voru með yfirhöndina í 2. leikhluta en Tékkarnir voru aldrei langt undan. Það munaði aðeins þremur stigum, 45-42, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Serbía var áfram með yfirhöndina í 3. leikhluta og Stefan Markovic kom liðinu tíu stigum yfir, 65-55, þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Tékkland endaði 3. leikhlutann hins vegar á 8-2 spretti og því munaði einungis fjórum stigum, 67-63, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Lokaleikhlutinn var eign Serba en Tékkarnir skoruðu aðeins fjórar körfur í öllum leikhlutanum. Serbía sýndi mátt sinn og megin og vann að lokum 14 stiga sigur, 89-75. Jan Vesely skoraði 23 stig fyrir Tékkland og tók 10 fráköst. Tomás Satoransky kom næstur með 20 stig en Tékka vantaði betra framlag frá bekknum en varamenn þeirra skoruðu aðeins 14 stig gegn 50 stigum varamanna Serba. Serbía mætir annað hvort Ítalíu eða Litháen í undanúrslitunum en liðin mætast í fjórða og síðasta leiknum í 8-liða úrslitum síðar í kvöld.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira