Hægt að hafa áhrif á samfélagið með einni mínútu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 20:27 Hallfríður Þóra ásamt samstarfskonu sinni, Aude Busson. Vísir/Hallfríður Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi. RIFF Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi.
RIFF Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira