Erlent

Fordæmir framferði lögreglunnar í Ungverjalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá landamærunum í kvöld.
Frá landamærunum í kvöld. Vísir/EPA
Óeirðarklæddir lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að flóttafólki við landamæri Ungverjalands og Tyrklands í kvöld. Lögreglan tókst á við hundruð flóttamanna við landamærabæinn Horgos þar sem fólkið hafði brotið sér leið inn fyrir landamærin. Konur og börn voru meðal flóttamannanna.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir framferði lögreglunnar vera óásættanlegt. Hann sagði að fólk sem þarf að búa við tunnusprengjur og grimmd í heimalandi sínu, muni leita sér lífs annarsstaðar.

Yfirvöld í Ungverjalandi segjast aftur á móti hafa beitt löglegum leiðum til að vernda landamæri ríkisins gegn „ofbeldisfullum, vopnuðu og árásargjörnum árásarmönnum“.

Ungverjaland lokaði öllum landamærum landsins í gær, en áður hafði það að ferðast ólöglega inn í landið eða skemma girðingu við landamærin, verið gert ólöglegt. Þá hafa dómstólar Ungverjalands byrjað að veita málum handtekinn flóttamanna flýtimeðferð.

Hella þurfti vatni í augu fólks vegna gassins og mikil örvænting myndaðist.Vísir/EPA
Utanríkisráðuneyti Serbíu hefur komið fram mótmælum gagnvart því að táragasi og vatni sé skotið inn fyrir landamærin.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa fjölmargir snúið sér að lengri og erfiðari leið til Evrópu með því að fara í gegnum Króatíu. Embættismenn þar í landi sögðu í kvöld að minnst 1.300 flóttamenn hafi komið að landamærunum þar í dag.

Eftir átökin komu borgarar fólkinu til hjálpar með vatn, mat og fatnað og var slegist um hjálpina samkvæmt AP. Engir lögregluþjónar voru Serbíumegin við landamærin til að stilla til friðar.


Tengdar fréttir

Merkel ver stefnu sína

Þjóðverjar búast nú við milljón flóttamönnum á árinu. Ungverjar herða tökin á flóttafólki og ætla hvorki að hleypa þeim inn í landið né út úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×