Högni kemur fram einn í fyrsta skipti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 10:00 Högni Egilsson titlar tónleikaröð sína Flóttinn um landið. Mynd/Ari Maggi „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira