Fer eftir líferninu hvort hægt sé að lifa á peningunum í framtíðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 23:15 Jón Arnór á æfingu með íslenska landsliðinu í sumar. Vísir/Andri Marinó Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00