Með gamla menn í hópnum sem lærðu að vera saman áður en Facebook varð til Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 13:00 Arnar Guðjónsson, fyrir miðju, á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/andri marinó Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2015 í Berlín Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira