Hvað er ást? Sigríður Jónsdóttir skrifar 2. september 2015 11:30 Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð? LÓKAL og Reykjavík Dance Festival Áhugaleikhús atvinnumanna Borgarleikhúsið – Litla sviðið Höfundar og leikarar: Áhugaleikhús atvinnumanna Áhugaleikhús atvinnumanna hefur verið starfandi síðan 2005 en á þessum tíu ára starfsferli hafa þau sýnt fjögur sviðsverk undir nafninu „Ódauðlegt verk um?…“, Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð? er hið fimmta. Sýningin byrjar áður en gengið er inn í salinn þar sem áhorfendur eru kynntir fyrir litlum og gríðarlega einlægum hjálparhellum hópsins. Þær hafa í fórum sínum spurningalista sem er óneitanlega í þyngri kantinum. Þess er ekki krafist að spurningunum sé svarað upphátt á staðnum heldur fá þær að fljóta um í hugarfylgsnum áhorfenda meðan á sýningunni stendur. Þær eru á þessa leið: „Hefur þú verið ástfangin?“ „Hvað er ástleysi?“ „Hefur þú upplifað hjartasorg?“ Ókeypis er inn á allar sýningar hópsins og hefur verið frá stofnun. Slík afstaða gerir áhorfendur líklegri til að taka áhættu og mæta á tilraunaleiksýningu en verður líka til þess að þverskurðurinn af áhorfendahópnum er fjölbreyttari heldur en gengur og gerist. Hópurinn blandar saman gjörðum áhorfenda og hópsins en sýningin verður þannig sameiginleg eign allra í salnum, einhvers konar útgáfa af helgileik. Beinni þátttöku gesta er haldið í lágmarki en er leikandi vel samansett þannig að útkoman er áhrifamikil meðan á sýningu stendur, jafnvel lengi eftir að henni lýkur. Öll umgjörð er hin einfaldasta; svört baktjöld, einn hljóðnemi, nótnastandur og sviðslýsingunni haldið í lágmarki. Leikararnir klæðast einnig sínum eigin fötum og finnast oftar en ekki úti í sal á meðal þeirra sem þar sitja. Nándin sem þau skapa á Litla sviði Borgarleikhússins með þessum lágstemmdu aðferðum er virkilega áhrifarík. Lítið er um svör við stóru spurningum lífsins en það er ekki tilgangur verksins heldur frekar að biðja áhorfendur um að finna svörin innra með sér. Þau berjast ekki við að finna þau sjálf eða einblína stöðugt á sitt eigið sálarlíf heldur opna þau fyrir sjálfsskoðun hjá öðrum. Taktur framvindunnar er flæðandi og afslappaður en samt sem áður má finna undirliggjandi spennu þar sem hópurinn sjálfur spinnur ákveðnar senur með því að spyrja hvert annað óvæntra spurninga. Sýningin daðrar stundum við væmnina en nær oftast að draga í land áður en tilfinningavellan fer yfir þolmörk. Áhugaleikhús atvinnumanna á mikið hrós skilið fyrir að varpa fram þessum stærstu vangaveltum mannverunnar en spurningar um guðlegt yfirbragð ástarinnar ganga aðeins of langt. Þrátt fyrir fallegar tengingar á milli hugtakanna eru þær yfirborðskenndar og ættu betur heima í annarri sýningu. Þrátt fyrir nokkra hugmyndafræðilega galla er Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð? krefjandi og eftirminnilegt sviðsverk. Vonandi verður þetta ekki síðasta verk hópsins í þessari seríu því þau eiga svo sannarlega mikið inni.Niðurstaða: Töfrandi tilraunaleikhús sem hikar ekki við að varpa fram stórum spurningum. Leikhús Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð? LÓKAL og Reykjavík Dance Festival Áhugaleikhús atvinnumanna Borgarleikhúsið – Litla sviðið Höfundar og leikarar: Áhugaleikhús atvinnumanna Áhugaleikhús atvinnumanna hefur verið starfandi síðan 2005 en á þessum tíu ára starfsferli hafa þau sýnt fjögur sviðsverk undir nafninu „Ódauðlegt verk um?…“, Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð? er hið fimmta. Sýningin byrjar áður en gengið er inn í salinn þar sem áhorfendur eru kynntir fyrir litlum og gríðarlega einlægum hjálparhellum hópsins. Þær hafa í fórum sínum spurningalista sem er óneitanlega í þyngri kantinum. Þess er ekki krafist að spurningunum sé svarað upphátt á staðnum heldur fá þær að fljóta um í hugarfylgsnum áhorfenda meðan á sýningunni stendur. Þær eru á þessa leið: „Hefur þú verið ástfangin?“ „Hvað er ástleysi?“ „Hefur þú upplifað hjartasorg?“ Ókeypis er inn á allar sýningar hópsins og hefur verið frá stofnun. Slík afstaða gerir áhorfendur líklegri til að taka áhættu og mæta á tilraunaleiksýningu en verður líka til þess að þverskurðurinn af áhorfendahópnum er fjölbreyttari heldur en gengur og gerist. Hópurinn blandar saman gjörðum áhorfenda og hópsins en sýningin verður þannig sameiginleg eign allra í salnum, einhvers konar útgáfa af helgileik. Beinni þátttöku gesta er haldið í lágmarki en er leikandi vel samansett þannig að útkoman er áhrifamikil meðan á sýningu stendur, jafnvel lengi eftir að henni lýkur. Öll umgjörð er hin einfaldasta; svört baktjöld, einn hljóðnemi, nótnastandur og sviðslýsingunni haldið í lágmarki. Leikararnir klæðast einnig sínum eigin fötum og finnast oftar en ekki úti í sal á meðal þeirra sem þar sitja. Nándin sem þau skapa á Litla sviði Borgarleikhússins með þessum lágstemmdu aðferðum er virkilega áhrifarík. Lítið er um svör við stóru spurningum lífsins en það er ekki tilgangur verksins heldur frekar að biðja áhorfendur um að finna svörin innra með sér. Þau berjast ekki við að finna þau sjálf eða einblína stöðugt á sitt eigið sálarlíf heldur opna þau fyrir sjálfsskoðun hjá öðrum. Taktur framvindunnar er flæðandi og afslappaður en samt sem áður má finna undirliggjandi spennu þar sem hópurinn sjálfur spinnur ákveðnar senur með því að spyrja hvert annað óvæntra spurninga. Sýningin daðrar stundum við væmnina en nær oftast að draga í land áður en tilfinningavellan fer yfir þolmörk. Áhugaleikhús atvinnumanna á mikið hrós skilið fyrir að varpa fram þessum stærstu vangaveltum mannverunnar en spurningar um guðlegt yfirbragð ástarinnar ganga aðeins of langt. Þrátt fyrir fallegar tengingar á milli hugtakanna eru þær yfirborðskenndar og ættu betur heima í annarri sýningu. Þrátt fyrir nokkra hugmyndafræðilega galla er Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð? krefjandi og eftirminnilegt sviðsverk. Vonandi verður þetta ekki síðasta verk hópsins í þessari seríu því þau eiga svo sannarlega mikið inni.Niðurstaða: Töfrandi tilraunaleikhús sem hikar ekki við að varpa fram stórum spurningum.
Leikhús Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira