Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:58 Sýrlenskir flóttamenn í Makedóníu. vísir/getty Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30