Bardagaíþrótt framtíðarinnar? Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 14:30 Tveir bardagakappar prófa brynju UWM. Mynd/UWM Fyrirtækið Unified Weapons Master vill breyta bardagaíþróttum nútímans. Markmið fyrirtækisins er að gera bardagaköppum kleift að berjast með alls kyns vopnum á öruggan máta. Þannig gæti maður sem er þjálfaður í beitingu langsverðs barist við mann með exi og skjöld. UWM vinnur að þróun brynju sem ver bardagakappana og í senn skráir þau högg sem þeir verða fyrir. Brynjan skynjar þunga og staðsetningu höggsins og reiknar út hve mikinn skaða höggið myndi gera í alvörunni. Þeir hafa sett af stað hópfjáröflun á indiegogo.com þar sem beðið er um stuðning við þróun brynjunnar sem ber nafnið Lorica.David Pysden, framkvæmdastjóri UWM, segir í samtali við CNet, að hann vilji búa til íþrótt úr þessu verkefni. Myndavélum og hljóðnemum er komið fyrir á höfði brynjunnar sem hægt væri að nýta við útsendingar. Indiegogo herferðinni er þó ekki einungis ætlað að verða fyrirtækinu út um fjármagn, heldur var tilgangurinn einnig að auka vitund um starfsemi UWM á heimsvísu. Í byrjun næsta árs ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að hefja prófanir og markmiðið er að halda nokkra smáa viðburði fyrir gesti á næsta ári. Þeir sem styrkja starfsemina á Indiegogo geta orðið sér út um miða á þá viðburði. ,Vocativ have produced this very cool short video on UWM, which has already had over 2.8m views. Great job Vocativ -...Posted by UWM - Unified Weapons Master on Wednesday, September 2, 2015 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrirtækið Unified Weapons Master vill breyta bardagaíþróttum nútímans. Markmið fyrirtækisins er að gera bardagaköppum kleift að berjast með alls kyns vopnum á öruggan máta. Þannig gæti maður sem er þjálfaður í beitingu langsverðs barist við mann með exi og skjöld. UWM vinnur að þróun brynju sem ver bardagakappana og í senn skráir þau högg sem þeir verða fyrir. Brynjan skynjar þunga og staðsetningu höggsins og reiknar út hve mikinn skaða höggið myndi gera í alvörunni. Þeir hafa sett af stað hópfjáröflun á indiegogo.com þar sem beðið er um stuðning við þróun brynjunnar sem ber nafnið Lorica.David Pysden, framkvæmdastjóri UWM, segir í samtali við CNet, að hann vilji búa til íþrótt úr þessu verkefni. Myndavélum og hljóðnemum er komið fyrir á höfði brynjunnar sem hægt væri að nýta við útsendingar. Indiegogo herferðinni er þó ekki einungis ætlað að verða fyrirtækinu út um fjármagn, heldur var tilgangurinn einnig að auka vitund um starfsemi UWM á heimsvísu. Í byrjun næsta árs ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að hefja prófanir og markmiðið er að halda nokkra smáa viðburði fyrir gesti á næsta ári. Þeir sem styrkja starfsemina á Indiegogo geta orðið sér út um miða á þá viðburði. ,Vocativ have produced this very cool short video on UWM, which has already had over 2.8m views. Great job Vocativ -...Posted by UWM - Unified Weapons Master on Wednesday, September 2, 2015
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira